Hafa samband

Frá fagfólki til fagfólks

Við bjóðum heildstæðar lausnir fyrir bygginga-, innviða- og veituiðnaðinn. Með hágæða vörumerkjum, sterkum birgjum og sérfræðiþekkingu tryggjum við góða alhliða þjónustu og áreiðanleika fyrir fagfólk í framkvæmdum.

Við erum Fagkaup

Fagkaup rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, KH Vinnuföt, Varma & Vélaverk, Ísleif, Hagblikk og Fossberg.

Rekstrareiningar

Johan Rönning var stofnað árið 1933 af Norðmanninum Johan Rönning. Hann kom fyrst til Íslands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.

Lesa meira

Sindri flytur inn og selur verkfæri, vélar, loftpressur og festingavörur frá framleiðendum á borð við Dewalt, Toptul, Kraftwerk, Atlas Copco, Contracor, Ridgid, Knipex og Scangrip.

Lesa meira

Vatn & Veitur þjónustar pípulagninga- og veitumarkaðinn um allt land. Fyrirtækið býður upp á víðtækt úrval vara fyrir fagfólk í pípulögnum, veitum og byggingariðnaði, þar á meðal rör, fitjur, pressloka og tengibúnað frá traustum framleiðendum.

Lesa meira

Áltak sérhæfir sig í utanhússklæðningum og undirkerfum fyrir byggingariðnaðinn. Fyrirtækið leggur áherslu á heildarlausnir þar sem gæði, áreiðanleiki og fagmennska ráða för.

Lesa meira

Fossberg flytur inn og selur hágæða iðnaðarvörur, m.a. vélar, loft- og rafverkfæri, festingar og fylgihluti og leggur áherslu á vönduð vörumerki og þjónustu við fagfólk.

Lesa meira

KH Vinnuföt er traust fyrirtæki sem flytur inn og selur hágæða vinnufatnað fyrir iðnaðinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnu- og öryggisfatnaði, hlífðarfatnaði, öryggisskóm, öryggisvörum og vinnuvettlingum.

Lesa meira

Ísleifur Jónsson ehf. var stofnað árið 1921 og er ein elsta byggingavöruverslunin á Íslandi. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að bjóða hágæða vörur og innréttingar frá leiðandi birgjum fyrir baðherbergi og eldhús.

Lesa meira

S. Guðjónsson er rótgróið fyrirtæki, stofnað árið 1958, sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á ljósabúnaði fyrir iðnað og skipulagðar lausnir. Fyrirtækið leggur metnað sinn í fagleg vinnubrögð og þjónustu sem uppfylla kröfur rafverktaka, hönnuða og fyrirtækja.

Lesa meira

Varma & vélaverk varð til við sameiningu Varmaverks og Vélaverks. Varmaverk var stofnað 1985 af Jónasi Matthíassyni og sérhæfði sig í hönnun hitaveitna og orkuvera, þar á meðal í Svartsengi. Vélaverk var stofnað 1996 af Rúnari Magnússyni og vann að orkuráðgjöf, hönnun og innflutningi á búnaði.

Lesa meira

Hagblikk ehf. sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á efni og búnaði fyrir loftræstikerfi og húsbyggingar. Fyrirtækið framleiðir spíralrör, tengi og íhluti fyrir loftræstikerfi og flytur inn búnað eins og blásara og brunalokur frá traustum framleiðendum.

Lesa meira

DS Lausnir ehf. hefur sérhæft sig í sölu og leigu á byggingar- og bílkrönum fyrir íslenska byggingariðnaðinn. Fyrirtækið býður bæði nýja og notaða byggingarkrana til sölu og leigu og er umboðsmaður fyrir merki á borð við Cattaneo og Comansa.

Lesa meira

Staðsetningar

Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Grundartanga, Selfossi og Akureyri.

map of Iceland showing store locations

Hvernig lítur framtíðin út?

Sjálfbærniuppgjör Fagkaupa

Klappir grænar lausnir hf., (Klappir) hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörs fyrir Fagkaup. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti Fagkaupa.